Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 11:23 Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira