Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 11:36 Kristján Þórður Snæbjarnarson tók í morgun við embætti forseta Alþýðusamband Íslands. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54