Talaði hreint út á Sky Sports um vandamálið með eigendur Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 08:30 Manchester United spilar nú undir stjórn Erik ten Hag sem er í miklum vandræðum með Christiano Ronaldo sem vill komast í burtu frá félaginu. Getty/Jan Kruger Fyrir þá sem hafa velt fyrir sér af hverju eigendur Manchester United eru svona óvinsælir þá ættu þeir að horfa greiningu sem kom fram á Sky Sports í gær. Eigendur Manchester United er Glazer fjölskyldan sem hefur átt félagið síðan árið 2005. Það hefur lítið gengið hjá félaginu síðasta áratuginn eða síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri. Stjórar hafa komið og farið síðan þá og sá nýjasti af þeim, Erik ten Hag, byrjaði á því að tapa fyrsta heimaleiknum á móti Brighton um síðustu helgi. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, talaði ekki undir rós þegar hann fór yfir stöðu eiganda Manchester United. Hann fór þar yfir það hvernig Glazer fjölskyldan tók lán fyrir kaupunum á Manchester United á sínum tíma og færði það yfir á félagið. Glazer fjölskyldan hefur í staðinn tekinn mikinn pening út úr félaginu. „Eins og Manchester United er í dag er eins og félagið verður áfram undir þessum eigendum út frá því hvernig þeir keyptu félagið og hlóðu í framhaldinu skuldum á félagið. Félag þarf nú að greiða af þessum skuldum og dregst fyrir vikið alltaf lengur og lengur aftur úr,“ sagði Kaveh Solhekol. „United mun því halda áfram að dragast aftur úr vel reknum félögum eins og Manchetser City, Liverpool, PSG og nú afur Chelsea. Þar ertu með eigendur sem setja pening inn í félagið en taka hann ekki út,“ sagði Solhekol. „Fyrir fimmtán árum þá tók Glazer fjölskyldan sex hundruð milljónir punda lán til að kaupa Manchester United. Fimmtán árum síðar ef skuldin enn sex hundruð milljónir sem liggja á félaginu. Yfirtakan hefur á endanum kostað United einhvers staðar á milli 1,5 milljarða og tveggja milljarða punda. Það er peningur sem hefur farið út úr félaginu,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Eigendur Manchester United er Glazer fjölskyldan sem hefur átt félagið síðan árið 2005. Það hefur lítið gengið hjá félaginu síðasta áratuginn eða síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri. Stjórar hafa komið og farið síðan þá og sá nýjasti af þeim, Erik ten Hag, byrjaði á því að tapa fyrsta heimaleiknum á móti Brighton um síðustu helgi. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, talaði ekki undir rós þegar hann fór yfir stöðu eiganda Manchester United. Hann fór þar yfir það hvernig Glazer fjölskyldan tók lán fyrir kaupunum á Manchester United á sínum tíma og færði það yfir á félagið. Glazer fjölskyldan hefur í staðinn tekinn mikinn pening út úr félaginu. „Eins og Manchester United er í dag er eins og félagið verður áfram undir þessum eigendum út frá því hvernig þeir keyptu félagið og hlóðu í framhaldinu skuldum á félagið. Félag þarf nú að greiða af þessum skuldum og dregst fyrir vikið alltaf lengur og lengur aftur úr,“ sagði Kaveh Solhekol. „United mun því halda áfram að dragast aftur úr vel reknum félögum eins og Manchetser City, Liverpool, PSG og nú afur Chelsea. Þar ertu með eigendur sem setja pening inn í félagið en taka hann ekki út,“ sagði Solhekol. „Fyrir fimmtán árum þá tók Glazer fjölskyldan sex hundruð milljónir punda lán til að kaupa Manchester United. Fimmtán árum síðar ef skuldin enn sex hundruð milljónir sem liggja á félaginu. Yfirtakan hefur á endanum kostað United einhvers staðar á milli 1,5 milljarða og tveggja milljarða punda. Það er peningur sem hefur farið út úr félaginu,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira