Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2022 10:01 Harðarmenn fagna sigri í Grill 66 deildinni og sæti í Olís-deildinni. hörður Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn. Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðinu takist ekki að halda sér uppi á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Tímabilið 2022-23 verður allavega sögulegt að einu leyti því í fyrsta sinn verður lið frá Ísafirði í efstu deild. Uppgangur Harðar síðustu ár hefur verið eftirtektarverður. Tímabilið 2019-20 enduðu Harðarmenn í neðsta sæti 2. deildar en eru nú komnir upp í Olís-deildina eftir að hafa unnið Grill 66 deildina á síðasta tímabili. Hörður teflir fram mjög svo fjölþjóðlegu liði en í leikmannahópi liðsins eru leikmenn frá sex löndum. Þjálfari liðsins og helsti lykilmaðurinn í sókn Harðar á undanförnum árum er Spánverjinn Carlos Martin Santos. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir vestan en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla þjálfar hann yngri flokka félagsins. Orðin óskrifað blað verða eflaust notuð óspart um Hörð í vetur enda eru leikmenn liðsins lítt þekktir. Það er þó ýmislegt í þá spunnið. Ísfirðingar misstu Kenya Kasahara, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu, en fengu efnilegan Spánverja, Victor Iturrino, á línuna í hans stað og franska skyttan Noah Bardou lofar góðu. Harðarmenn skortir sárlega reynslu úr Olís-deildinni og hefðu sennilega þurft að ná sér í menn sem búa yfir henni til að auka möguleika sína á að halda sér réttu megin við strikið. Hörður virðist vera með sterkara lið en ÍR en hætt er við að bilið milli þeirra og liðanna sem fyrir voru í Olísdeildinni sé of breitt. Gengi Harðar síðasta áratuginn 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Lettnesku landsliðsmennirnir Guntis Pilpuks og Rolands Lebedevs taka slaginn áfram með Herði.hörður Guntis Pilpuks er örvhent skytta sem hefur átt sæti í lettneska landsliðinu. Er Herði gríðarlega mikilvægur og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili með hundrað mörk. Afar áhugavert verður að sjá hvernig Guntis spjarar sig í deild þeirra bestu þegar hann snýr aftur eftir meiðsli. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Möguleikarnir eru svo sem ekki margir hérna. En gamla KA-hetjan Jakob Jónsson stoppaði við á Ísafirði á sínum langa og viðburðarríka ferli. Hann myndi eflaust nýtast Harðarmönnum vel í baráttunni sem framundan er og hjálpa þeim að róa lífróðurinn.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (8. sæti) 2019-20: C-deild (10. sæti) 2018-19: Ekki með 2017-18: Ekki með 2016-17: Ekki með 2015-16: Ekki með 2014-15: Ekki með 2013-14: Ekki með 2012-13: Ekki með
Komnir: Victor Peinado Iturrino frá Benidorm (Spáni) Noah Bardou frá Ivry Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów (Póllandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Hörður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00