Edda lögð meðvitundarlaus inn á spítala og missir af stórmóti Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 11:02 Guðlaug Edda Hannesdóttir var lögð inn á spítala í Barcelona. @eddahannesd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fengið afar slæma matareitrun. Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag. Þríþraut Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Sjá meira
Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag.
Þríþraut Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Sópa þær Stólunum út? Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti