Edda lögð meðvitundarlaus inn á spítala og missir af stórmóti Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 11:02 Guðlaug Edda Hannesdóttir var lögð inn á spítala í Barcelona. @eddahannesd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, fremsta þríþrautarkona landsins, var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fengið afar slæma matareitrun. Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag. Þríþraut Sund Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Edda greinir frá þessu á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér á sjúkrahúsinu í Barcelona þar sem hún hafði verið við æfingar ásamt kærasta sínum, sundmanninum Antoni Sveini McKee, sem einnig fékk matareitrunina en hefur nú náð sér að mestu. Edda var að undirbúa sig fyrir keppni á Meistaramóti Evrópu í vikunni, þar sem hún átti að keppa í München, en eftir að hafa legið inni á spítala í þrjá daga vegna matareitrunarinnar er ljóst að hún missir af mótinu. Á Instagram-síðu sína skrifar Edda: „Í síðustu viku var ég lögð meðvitundarlaus inn á spítala með 41 stiga hita og niðurgang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rannsóknir, og nú hefur verið staðfest að ég fékk mjög slæma matareitrun (bakteríusýking í meltingarfæri) sem olli miklum bólgum í þörmum með þessum einkennum. Ég lá inn á spítalanum í 3 daga og hef síðan ég kom heim verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég tilneydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópumeistaramótinu í Munich. Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mikið áfall fyrir mig. Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Íslands hönd. Það er ekki oft sem þríþraut er sýnd í beinni í sjónvarpinu á Íslandi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár. Ég bið ykkur að sýna mér skilning og vonast til að koma til baka sem allra fyrst.“ View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Anton allur að braggast Eins og fyrr segir þá veiktist Anton Sveinn, kærasti Eddu, einnig af matareitruninni en hann sagðist við Vísi í dag vera allur að koma til og hefði æft eðlilega í dag. Eins og Anton sagði við Vísi í síðustu viku bendir margt til þess að sushi-máltíð sem þau Edda snæddu í Barcelona hafi orsakað matareitrunina. Anton keppir á EM í þessari viku en ætlar enn að vega og meta hvort að hann keppi í 100 metra bringusundi eða fái tvo aukadaga til að undirbúa sig og einbeita sér alfarið að 200 metra bringusundinu á laugardag.
Þríþraut Sund Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti