Sævar Atli fullkomnaði frábæra endurkomu Lyngby Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 20:01 Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmark Lyngby. Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Liðið lenti 3-0 undir en kom til baka. Lyngby leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar en félagið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Ærið verkefni beið liðsins í kvöld er Midtjylland, sem hlaut silfur í deildinni í fyrra, kom í heimsókn. Midtjylland fór kröftuglega af stað en Sory Kaba koma liðinu yfir eftir fjögurra mínútna leik og Nikolas Dyhr tvöfaldaði forystuna eftir stundarfjórðungsleik. Anders Dreyer skoraði þá þriðja mark gestanna á 32. mínútu en Lasse Emil Nielsen minnkaði muninn fyrir Lyngby skömmu fyrir hlé. Freyr gerði tvær breytingar í hálfleik og þá kom Sævar Atli Magnússon inná á 55. mínútu. Þarnaaa!!! @saevaratli7 með sitt fyrsta danska úrvalsdeildarmark! 3-3 jöfnunarmark eftir að Lyngby lenti 0-3 undir. #SAM #fotboltinet pic.twitter.com/VWiGAnCsK3— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 5, 2022 Um sex mínútum eftir að Sævar Atli kom inn fékk Lyngby víti. Það var Mathias Kristensen sem steig á punktinn og breytti stöðunni í 3-2. Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu sem jöfnunarmarkið kom en þar var Sævar Atli að verki er hann kom boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni, markverði Midtjylland, sem þurfti að sækja boltann í markið í þriðja sinn. Leiknum lauk því 3-3. Lyngby leitar enn fyrsta sigurs síns á tímabilinu en liðið er með tvö stig eftir fjóra leiki í tíunda sæti. AaB frá Álaborg og OB frá Óðinsvéum eru fyrir neðan Lyngby með eitt stig en eiga leik inni um helgina. Midtjylland er þá með fimm stig eftir fjóra leiki í sjötta sæti. Danski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Lyngby leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar en félagið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. Ærið verkefni beið liðsins í kvöld er Midtjylland, sem hlaut silfur í deildinni í fyrra, kom í heimsókn. Midtjylland fór kröftuglega af stað en Sory Kaba koma liðinu yfir eftir fjögurra mínútna leik og Nikolas Dyhr tvöfaldaði forystuna eftir stundarfjórðungsleik. Anders Dreyer skoraði þá þriðja mark gestanna á 32. mínútu en Lasse Emil Nielsen minnkaði muninn fyrir Lyngby skömmu fyrir hlé. Freyr gerði tvær breytingar í hálfleik og þá kom Sævar Atli Magnússon inná á 55. mínútu. Þarnaaa!!! @saevaratli7 með sitt fyrsta danska úrvalsdeildarmark! 3-3 jöfnunarmark eftir að Lyngby lenti 0-3 undir. #SAM #fotboltinet pic.twitter.com/VWiGAnCsK3— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 5, 2022 Um sex mínútum eftir að Sævar Atli kom inn fékk Lyngby víti. Það var Mathias Kristensen sem steig á punktinn og breytti stöðunni í 3-2. Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu sem jöfnunarmarkið kom en þar var Sævar Atli að verki er hann kom boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni, markverði Midtjylland, sem þurfti að sækja boltann í markið í þriðja sinn. Leiknum lauk því 3-3. Lyngby leitar enn fyrsta sigurs síns á tímabilinu en liðið er með tvö stig eftir fjóra leiki í tíunda sæti. AaB frá Álaborg og OB frá Óðinsvéum eru fyrir neðan Lyngby með eitt stig en eiga leik inni um helgina. Midtjylland er þá með fimm stig eftir fjóra leiki í sjötta sæti.
Danski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira