Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2022 15:15 Mark Goddard/GettyImages 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira