CrossFit Reykjavík í þriðja sæti í fyrri grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 17:30 Annie Mist og hennar liðsfélagar voru öflugir í fyrri grein dagsins. mynd/@anniethorisdottir Annie Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavík lentu í þriðja sæti í fyrri grein dagsins í liðakeppninni á Heimsleikunum í CrossFit. Liðið er í fimmta sæti í heildarkeppninni. Keppni dagsins bar heitið vöðvasvín (e. muscle pig). Nafnið dregur nafn sitt af svokölluðu svíni sem var í aðalhlutverki í keppninni. Svínið er í raun þungur ílangur kassi sem íþróttafólkið þarf að lyfta og og koma þannig áfram brautina. Svínið er rúmlega 230 kíló fyrir karla og tæplega 160 kíló hjá konunum. Keppnin var nokkuð einföld. Keppninni var skipt niður í fjórar umferðir, þar sem tveir keppendur úr hverju liði fóru á brautina í einu. Hverjir tveir keppendur áttu að gera tíu upplyftur í hringjum og snúa svíninu tíu sinnum í eiginlegu boðhlaupi þar sem fjögur pör úr hvoru liði fóru á brautina. Mayhem Freedom frá Bandaríkjunum langfyrst í mark á 11 mínútum og 5,61 sekúndu. Styttra var á milli CrossFit Reykjavíkur og Mayhem Independence sem börðust um annað sætið. Reykvíska liðið var lengi vel á undan en Independence liðið tók fram úr á lokakaflanum og náði öðru sætinu á 13 mínútum og 55 sekúndum en Reykjavík kom í mark á 14 mínútum og 35 sekúndum. Aðeins fimm liðum af 36 tókst að klára brautina innan tímamarka, en ekki mátti taka lengra en 15 mínútur í að klára greinina. Oslo Navy Blue frá Noregi var á toppnum fyrir greinina en féll niður í það þriðja. Með sigri sínum fór Mayhem Freedom á toppinn með 452 stig, liðið Invictus fór upp í annað með 446 stig, þremur á undan Oslo með 443. Mayhem Independence er í fjórða sæti með 416 stig en Reykjavíkurliðið er í því fimmta með 386 stig. Önnur grein er eftir í liðakeppninni og þá eru tvær greinar eftir í einstaklingskeppninni einnig. Beina útsendingu frá keppni dagsins má nálgast hér. CrossFit Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Keppni dagsins bar heitið vöðvasvín (e. muscle pig). Nafnið dregur nafn sitt af svokölluðu svíni sem var í aðalhlutverki í keppninni. Svínið er í raun þungur ílangur kassi sem íþróttafólkið þarf að lyfta og og koma þannig áfram brautina. Svínið er rúmlega 230 kíló fyrir karla og tæplega 160 kíló hjá konunum. Keppnin var nokkuð einföld. Keppninni var skipt niður í fjórar umferðir, þar sem tveir keppendur úr hverju liði fóru á brautina í einu. Hverjir tveir keppendur áttu að gera tíu upplyftur í hringjum og snúa svíninu tíu sinnum í eiginlegu boðhlaupi þar sem fjögur pör úr hvoru liði fóru á brautina. Mayhem Freedom frá Bandaríkjunum langfyrst í mark á 11 mínútum og 5,61 sekúndu. Styttra var á milli CrossFit Reykjavíkur og Mayhem Independence sem börðust um annað sætið. Reykvíska liðið var lengi vel á undan en Independence liðið tók fram úr á lokakaflanum og náði öðru sætinu á 13 mínútum og 55 sekúndum en Reykjavík kom í mark á 14 mínútum og 35 sekúndum. Aðeins fimm liðum af 36 tókst að klára brautina innan tímamarka, en ekki mátti taka lengra en 15 mínútur í að klára greinina. Oslo Navy Blue frá Noregi var á toppnum fyrir greinina en féll niður í það þriðja. Með sigri sínum fór Mayhem Freedom á toppinn með 452 stig, liðið Invictus fór upp í annað með 446 stig, þremur á undan Oslo með 443. Mayhem Independence er í fjórða sæti með 416 stig en Reykjavíkurliðið er í því fimmta með 386 stig. Önnur grein er eftir í liðakeppninni og þá eru tvær greinar eftir í einstaklingskeppninni einnig. Beina útsendingu frá keppni dagsins má nálgast hér.
CrossFit Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira