Platan hefur að mestu leyti hlotið lof frá gagnrýnendum og verður spennandi að fylgjast með því hvort það endi á toppnum á komandi vikum. Nú á dögunum birti Beyoncé svokallað Cliquebait með brot úr tónlistarmyndbandi við lagið Break My Soul og bíða aðdáendur spenntir eftir lokaútkomunni.
Breska poppstjarnan Harry Styles skipar fyrsta sæti listans að þessu sinni með lagið Late Night Talking sem er að finna á plötunni Harry’s House. Fyrri smellur plötunnar, As It Was, sat í nokkrar vikur á toppnum fyrr í sumar.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM957 frá klukkan 14:00-16:00.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: