Arsenal búið að eyða meiri pening en allir í síðustu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 15:30 Gabriel Jesus kom frá Manchester City og hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Getty/Stuart MacFarlane Það er mikil spenna með stuðningsmanna Arsenal fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir mjög jákvætt undirbúningstímabil og að því virðist vel heppnuð innkaup. Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira