Alvöru svar hjá Anníe Mist og félögum í gær: Tóku risastökk í töflunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 09:32 Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar sýndu úr hverju þau eru gerð í gær. Instagram/@anniethorisdottir Lið CrossFit Reykjavíkur átti erfiðan fyrsta dag á heimsleikunum í CrossFit en þau sýndu úr hverju þau voru gerð á öðrum keppnisdeginum í gær. Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira