Sport

Flutt í bráðaagerð á sjúkrahúsi eftir fyrstu grein á heimsleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emily Rolfe stillir sér hér upp í myndatöku fyrir heimsleikanna.
Emily Rolfe stillir sér hér upp í myndatöku fyrir heimsleikanna. Instagram/@emily_rolfe19

Kanadíska CrossFit konan Emily Rolfe varð að hætta keppni á heimsleikunum í Madison eftir aðeins eina grein.

Rolfe náði fjórtánda besta árangrinum í fyrstu greininni hjá konunum sem snerist um að hjóla á fjallahjóli og gera tvenns konar sláaræfingar á milli.

Það varð síðan ljóst að þetta yrði stutt gaman fyrir hana í ár.

Eiginmaður Rolfe, Kyle, greindi nefnilega frá því að Rolfe yrði að hætta keppni vegna veikinda. Hún hafði farið beint upp á sjúkrahús eftir greinina þar sem hún þurfti að ganga undir bráðaaðgerð.

„Það eina sem ég get sagt er að hún þurft að fara í aðgerð í skyndi. Við biðjum ykkur góðfúslega að virða okkar einkalíf en við látum síðan ykkur vita þegar hlutirnir skýrast betur,“ sagði Kyle Rolfe við Morning Chalk Up.

Rolfe er 33 ára og fyrrum fimleikakona. Þetta eru hennar þriðju heimsleikar en hún náði inn á topp tuttugu bæði 2019 og 2021. Í fyrra endaði hún í fimmtánda sæti og hafði sett stefnuna á að ná topp tíu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×