Starfsmaður Barcelona sagður hafa reynt að múta fulltrúa UEFA Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2022 16:31 Barcelona hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu mánuði. vísir/Getty Starfsmaður hjá Barcelona á Spáni er sagður hafa reynt að múta fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að reka á eftir rannsóknum á fjárhagsstarfsemi Manchester City og Paris Saint-Germain. Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið. Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira
Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið.
Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira