Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 10:38 Gunnar Smári vandar seðlabankastjóra ekki kveðjurnar og segir hann grímulaust ganga erinda auðmanna. Hann geri engar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja en grenji úr sér augun ef skúringakonan semþrífur skrifstofuna hans vilji eiga fyrir mat út mánuðinn. vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar. Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar.
Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10