Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 15:28 Prófessor í eldfjallafræði telur skjálftahrinuna enn frekari staðfestingu á því að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesi. vísir/Egill Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira