Hjólað og hlaupið á fyrsta degi heimsleikanna í CrossFit: Þetta vitum við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 12:00 CrossFit Reykjavík er með öflugt lið á mótinu en fyrirliði þess er Anníe Mist Þórisdóttir. Instagram/@crossfitgames Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en Ísland á sem fyrr flotta fulltrúa í heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar. Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Sjá meira