Ræddi við þrjá fyrrum þjálfara United áður en hann gekk loks til liðs við félagið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 22:01 Christian Eriksen hefur oft rætt við forráðamenn United. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist hafa rætt um félagsskipti við þrjá fyrrum þjálfara Manchester United áður en hann gekk loks til liðs við félagið í sumar. Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira