Steven Bergwijn kom Ajax yfir snemma leiks en Guus Til sá til þess að PSV færi með forystu í leikhléið með tveimur mörkum, annars vegar eftir hálftíma leik og hins vegar í uppbótartíma.
Antony minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en Cody Gakpo og Til, með sitt þriðja mark, komu PSV fljótt aftur í tveggja marka forystu.
Mohammad Kudus minnkaði muninn enn á ný fyrir Ajax á 77.mínútu en það var ungstirnið Xavi Simons sem innsiglaði 3-5 sigur PSV með marki í uppbótartíma.