Fyrri hálfleikur var fjörugur þar sem Victor Boniface náði forystunni fyrir gestina á 26.mínútu en Kristoffer Odemarksbakken var fljótur að jafna metin fyrir Álasund því hann skoraði á 32.mínútu.
Boniface sá til þess að Bodo/Glimt fór með forystu í leikhléið því hann skoraði á 42.mínútu.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og 1-2 sigur Bodo/Glimt staðreynd.
Bodo/Glimt er í 3.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Molde.