Fyrsta orrustan í titlastríðinu háð í dag Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2022 12:30 Jürgen Klopp og Pep Guardiola berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum í dag. Visionhaus/Getty Images Liverpool og Manchester City berjast um fyrsta titil tímabilsins í enska boltanum þegar liðin mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn á King Power vellinum í Leicester í dag. Þessi tvö lið hafa barist um alla þá titla sem í boði eru undanfarin ár og á þessu tímabili virðist engin breyting verða þar á. Bæði lið hafa verið nokkuð virk á leikmannamarkaðinum í sumar. Bæði Liverpool og City hafa fengið leikmenn sem gerðar eru miklar væntingar til, ásamt því að hafa misst stóra pósta úr sínum röðum. Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn til liðs við sig það sem af er sumri. Þar ber líklega hæst að nefna úrúgvæska framherjann Darwin Núñez sem gekk í raðir félagsins frá Benfica fyrir allt að 85 milljónir punda. Stuðningsmenn Liverpool gera miklar væntingar til Úrúgvæans, enda er honum ætlað að fylla í skarð Sadio Mané sem gekk í raðir Bayern München fyrr í sumar. Darwin Nunez skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City gerði líka kaup í sumar sem miklar væntingar eru gerðar til. Þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin ár hefur liðið ekki keypt neina svokallaða ofurstjörnu - fyrr en nú. Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur í bláa hluta Manchester-borgar og stuðningsmenn City, sem og aðrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar, hafa ástæðu til að vera spenntir. Haaland er enn aðeins 22 ára gamall, en þrátt fyrir það er langt síðan hann stimplaði sig inn sem einn besti framherji heims. Haaland kom til City frá Dortmund þar sem hann skoraði 86 mörk í 89 leikjum - galin tölfræði. City hefur verið á höttunum að framherja síðan Sergio Aguero yfirgaf félagið í fyrrasumar og hann er nú loksins mættur. Félagið seldi bæði Raheem Sterling og Gabriel Jesus frá félaginu og því var enn meiri ástæða til að fylla í framherjastöðuna. Erling Braut Haaland er mættur til Manchester.Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Síðustu viðureignir Liverpool og Manchester City hafa mæst tíu sinnum á seinustu fjórum árum. Ekki er hægt að segja að mikið skilji liðin að því fimm af þessum tíu viðureignum hafa endað með jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. City hefur svo unnið þjár viðureignir og Liverpool tvær. Þá vann City einn af þessum jafnteflisleikjum í vítaspyrnukeppni er liðin börðust um Samfélagsskjöldinn árið 2019. City hefur þó unnið tvær viðureignanna með þremur mörkum eða meira. Í fyrra vann City 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og árið áður vann liðið 4-0 á heimavelli. Pep reyndari og sigursælli í úrslitaleikjum Þrátt fyrir að margir horfi á Samfélagsskjöldinn sem hálfgerðan æfingaleik er engu að síður titill í boði. Þegar horft er til reynslu þjálfaranna í bikarúrslitaleikjum má sjá augljósan sigurvegara. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur ekki bara farið með lið sín í mun fleiri úrslitaleiki en kollegi sinn hjá Liverpool, heldur er hann einnig með miklu betra sigurhlutfall. Alls hefur Guardiola verið þjálfari í 28 úrslitaleikjum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Barcelona árið 2008. Hann og hans lið hafa fagnað sigri í 19 skipti af þessum 28, sem þýðir að Pep er með tæplega 68 prósent sigurhlutfall í úrslitaleikjum sem þjálfari. Pep Guardiola er gjörsamlega bikaróður.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Klopp. Þjóðverjinn hefur vissulega verið á hliðarlínunni í 19 úrslitaleikjum, en liðum hans hefur aðeins tekist að vinna átta þeirra, sem gerir rétt rúmlega 42 prósent sigurhlutfall. Búist við sterkum liðum og alvöru veislu Búast má við því að bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp mæti með nánast sín sterkustu lið þegar flautað verður til leiks í dag. Klopp þarf reyndar að breyta út af vananum í markvarðarstöðunni þar sem bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher eru fjarri góðu gamni. Spánverjinn Adrián mun því að öllum líkindum verja mark þeirra rauðklæddu. Þá sagði Guardiola frá því í gær að hann byggist við því að Erling Braut Haaland yrði í fremstu víglínu í dag, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Bæði lið hafa verið nokkuð virk á leikmannamarkaðinum í sumar. Bæði Liverpool og City hafa fengið leikmenn sem gerðar eru miklar væntingar til, ásamt því að hafa misst stóra pósta úr sínum röðum. Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn til liðs við sig það sem af er sumri. Þar ber líklega hæst að nefna úrúgvæska framherjann Darwin Núñez sem gekk í raðir félagsins frá Benfica fyrir allt að 85 milljónir punda. Stuðningsmenn Liverpool gera miklar væntingar til Úrúgvæans, enda er honum ætlað að fylla í skarð Sadio Mané sem gekk í raðir Bayern München fyrr í sumar. Darwin Nunez skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Manchester City gerði líka kaup í sumar sem miklar væntingar eru gerðar til. Þrátt fyrir að hafa eytt stórum fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin ár hefur liðið ekki keypt neina svokallaða ofurstjörnu - fyrr en nú. Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur í bláa hluta Manchester-borgar og stuðningsmenn City, sem og aðrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar, hafa ástæðu til að vera spenntir. Haaland er enn aðeins 22 ára gamall, en þrátt fyrir það er langt síðan hann stimplaði sig inn sem einn besti framherji heims. Haaland kom til City frá Dortmund þar sem hann skoraði 86 mörk í 89 leikjum - galin tölfræði. City hefur verið á höttunum að framherja síðan Sergio Aguero yfirgaf félagið í fyrrasumar og hann er nú loksins mættur. Félagið seldi bæði Raheem Sterling og Gabriel Jesus frá félaginu og því var enn meiri ástæða til að fylla í framherjastöðuna. Erling Braut Haaland er mættur til Manchester.Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Síðustu viðureignir Liverpool og Manchester City hafa mæst tíu sinnum á seinustu fjórum árum. Ekki er hægt að segja að mikið skilji liðin að því fimm af þessum tíu viðureignum hafa endað með jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. City hefur svo unnið þjár viðureignir og Liverpool tvær. Þá vann City einn af þessum jafnteflisleikjum í vítaspyrnukeppni er liðin börðust um Samfélagsskjöldinn árið 2019. City hefur þó unnið tvær viðureignanna með þremur mörkum eða meira. Í fyrra vann City 1-4 útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og árið áður vann liðið 4-0 á heimavelli. Pep reyndari og sigursælli í úrslitaleikjum Þrátt fyrir að margir horfi á Samfélagsskjöldinn sem hálfgerðan æfingaleik er engu að síður titill í boði. Þegar horft er til reynslu þjálfaranna í bikarúrslitaleikjum má sjá augljósan sigurvegara. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur ekki bara farið með lið sín í mun fleiri úrslitaleiki en kollegi sinn hjá Liverpool, heldur er hann einnig með miklu betra sigurhlutfall. Alls hefur Guardiola verið þjálfari í 28 úrslitaleikjum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Barcelona árið 2008. Hann og hans lið hafa fagnað sigri í 19 skipti af þessum 28, sem þýðir að Pep er með tæplega 68 prósent sigurhlutfall í úrslitaleikjum sem þjálfari. Pep Guardiola er gjörsamlega bikaróður.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Klopp. Þjóðverjinn hefur vissulega verið á hliðarlínunni í 19 úrslitaleikjum, en liðum hans hefur aðeins tekist að vinna átta þeirra, sem gerir rétt rúmlega 42 prósent sigurhlutfall. Búist við sterkum liðum og alvöru veislu Búast má við því að bæði Pep Guardiola og Jürgen Klopp mæti með nánast sín sterkustu lið þegar flautað verður til leiks í dag. Klopp þarf reyndar að breyta út af vananum í markvarðarstöðunni þar sem bæði Alisson Becker og Caoimhin Kelleher eru fjarri góðu gamni. Spánverjinn Adrián mun því að öllum líkindum verja mark þeirra rauðklæddu. Þá sagði Guardiola frá því í gær að hann byggist við því að Erling Braut Haaland yrði í fremstu víglínu í dag, í von um að koma honum strax í gang. Haaland hefur komið hægt og rólega inn í lið City það sem af er undirbúningstímabili en ef marka má miðla á Englandi verður slíkt ekki uppi á teningunum í dag. Leikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 16:00 en bein útsending og upphitun fyrir leikinn fer af stað klukkan 15:40 á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira