Engin Sara en Snorri Barón er samt með níu skjólstæðinga á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 12:00 Snorri Barón Jónsson með þeim Söru Sigmundsdóttur og Gabrielu Migala sem er líkleg til afreka á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, er orðinn risastórt nafn í CrossFit heiminum enda með fjölda skjólstæðinga sem eru í fremstu röð í greininni. Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur. CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira
Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur.
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira