Sport

Elsti keppandinn á heimsleikunum í CrossFit í ár er á áttræðisaldri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joke Dikhoff sést hér í miðjunni með tveimur dætrum sínum.
Joke Dikhoff sést hér í miðjunni með tveimur dætrum sínum. Instagram/@jokiejook

Joke Dikhoff er mætt aftur á heimsleikana í CrossFit eftir sjö ára fjarveru. Góður árangur en verður enn glæsilegri þegar fólk áttar sig á því að hún er orðin 72 ára gömul.

Dikhoff er fædd árið 1950 og tókst að komst í gegnum undanúrslitin í flokki 65 ára og eldri.

Hún náði sjötta og síðasta sætinu í undanúrslitamótinu.

Joke var síðast með á heimsleikunum árið 2015 þegar hún náði þrettánda sæti í flokki sextíu ára og eldri. Hún náði áttunda sætinu ári áður sem er hennar besti árangur.

Mottóið hennar er: Aldrei segja að ég er of gömul.

Instagram síða heimsleikanna vakti athygli á árangri Joke og sýndi mynd af henni að klifra upp kaðal.

Það kostar sitt að ferðast til Bandaríkjanna til að taka þátt í heimsleikunum og Dikhoff hefur því staðið fyrir söfnun á Gofundme sem má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×