Richards er orðinn leikmaður Crystal Palace en hann hefur verið leikmaður Bayern Münhcen undanfarin fjögur ár. Hann skrifaði undir fimm ára samning.
Welcome to Palace, Chris #CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) July 27, 2022
Richards mun því spila undir stjórn Patrick Vieira í vetur og er einn af mörgum ungum framtíðarmönnum liðsins en í þeim hópi eru einnig menn eins og Marc Guehi, Michael Olise og Eberechi Eze.
Richards er enn bara 22 ára gamall en gekk illa að vinna sér sæti í gríðarlega sterku liði Bayern. Hann hefur tvisvar farið á láni til TSG Hoffenheim.
Richards náði að spila tíu sinnum fyrir aðallið Bayern og á að baki átta landsleiki fyrir Bandaríkin.
In summer 2016, Chris Richards tried out for the FC Dallas academy. He got cut. Less than two years later, he was starting for Bayern Munich vs. Man City.
— Sam Stejskal (@samstejskal) July 27, 2022
Today, he sealed a move to Crystal Palace. On a remarkable come-up, which should continue in Qatar: https://t.co/oyr0U7ohDm pic.twitter.com/CvM90usD0E
Faðir hans er körfuboltamaðurinn Kenneth Richards, sem spilaði með Birmingham-Southern College í háskólakörfuboltanum og seinna sem atvinnumaður í Ástralíu, Bolivíu og Íslandi.
Hér á landi spilaði Richards með Val tímabilið 1998-99 og svo aftur með Breiðabliki tímabilið 2001-02.
Hann var með 26,4 stig í leik með Valsliðnu og bauð síðan upp á 19,8 stig, 8,1 frákast og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með Blikum sem fóru alla leið í úrslitakeppnina það vor.
Í frægum sigri á verðandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur í átta liða úrslitum þá var Kenneth Richards með 24 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar í 73-70 sigri.
With Chris Richards joining Crystal Palace, there are now 8 @USMNT players in the Premier League
— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 27, 2022
Who are you most excited to watch? pic.twitter.com/wSmAUE9Vpd