Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 22:31 Cristiano Ronaldo var banabiti Atletico Madrid oftar en einu sinni. Hér er hann í úrslitaleik með Real gegn Atletico í Meistaradeild Evrópu árið 2016. Leik sem Real vann í vítaspyrnukeppni. Getty Images Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. Ronaldo eyddi níu árum með Real Madrid sem eru erkifjendur Atletico Madrid til margra ára. Stuðningsmenn þess síðarnefnda eru ekki búnir að gleyma framkomu Ronaldo gegn Atletico. Á löngum ferli sínum hefur hann skorað 25 mörk í 35 leikjum gegn Atletico og tvisvar unnið liðið í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu með Real Madrid. Ronaldo skoraði svo þrennu í Meistaradeildinni gegn Atleticto árið 2019 þegar hann lék með Juventus. Ronaldo stráði salt í sár stuðningsmanna Atletico með því að fagna einu markinu með því að gera grín af fögnuði knattspyrnustjóra liðsins, Diego Simeone, í leiknum á undan. Stuðningsmenn Atletico hafa undanfarið verið að deila sínum skoðunum á Ronaldo undir myllumerkinu #ContraCR7 sem mætti þýða sem „andsnúnir CR7“ Einn stuðningsmaður skrifar að hann muni segja upp öllum sínum áskriftum hjá Atletico ef Ronaldo kemur á meðan annar skrifar að gildi þeirra þýði meira en mörkin sem Ronaldo gæti komið með. Aðrir setja hreinlega mynd af Ronaldo með bannmerki yfir. #ContraCR7 pic.twitter.com/owUFB2jfY7— Sgt. Oddball (@SgtOddball4) July 23, 2022 Það gæti því reynst þrautinni þyngri fyrir Ronaldo að finna sér nýtt félagslið en stuðningsmenn Atletico bætast við í hóp liða í Evrópu sem hafa keppst um að mótmæla áhuga á leikmanninum. Leikmaðurinn var fyrst orðaður við Chelsea sem sagðist ekki hafa áhuga á Ronaldo. Síðar var röðin kominn af PSG sem neitaði einnig áhuga. Bayern München hefur líka andmælt áhuga á Ronaldo á meðan leikmaðurinn hefur sjálfur neitað að endurkoma hans í Sporting Lisbon sé yfirvofandi. Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00 Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04 Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Ronaldo eyddi níu árum með Real Madrid sem eru erkifjendur Atletico Madrid til margra ára. Stuðningsmenn þess síðarnefnda eru ekki búnir að gleyma framkomu Ronaldo gegn Atletico. Á löngum ferli sínum hefur hann skorað 25 mörk í 35 leikjum gegn Atletico og tvisvar unnið liðið í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu með Real Madrid. Ronaldo skoraði svo þrennu í Meistaradeildinni gegn Atleticto árið 2019 þegar hann lék með Juventus. Ronaldo stráði salt í sár stuðningsmanna Atletico með því að fagna einu markinu með því að gera grín af fögnuði knattspyrnustjóra liðsins, Diego Simeone, í leiknum á undan. Stuðningsmenn Atletico hafa undanfarið verið að deila sínum skoðunum á Ronaldo undir myllumerkinu #ContraCR7 sem mætti þýða sem „andsnúnir CR7“ Einn stuðningsmaður skrifar að hann muni segja upp öllum sínum áskriftum hjá Atletico ef Ronaldo kemur á meðan annar skrifar að gildi þeirra þýði meira en mörkin sem Ronaldo gæti komið með. Aðrir setja hreinlega mynd af Ronaldo með bannmerki yfir. #ContraCR7 pic.twitter.com/owUFB2jfY7— Sgt. Oddball (@SgtOddball4) July 23, 2022 Það gæti því reynst þrautinni þyngri fyrir Ronaldo að finna sér nýtt félagslið en stuðningsmenn Atletico bætast við í hóp liða í Evrópu sem hafa keppst um að mótmæla áhuga á leikmanninum. Leikmaðurinn var fyrst orðaður við Chelsea sem sagðist ekki hafa áhuga á Ronaldo. Síðar var röðin kominn af PSG sem neitaði einnig áhuga. Bayern München hefur líka andmælt áhuga á Ronaldo á meðan leikmaðurinn hefur sjálfur neitað að endurkoma hans í Sporting Lisbon sé yfirvofandi.
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00 Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04 Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00
Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04
Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00