Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 22:31 Cristiano Ronaldo var banabiti Atletico Madrid oftar en einu sinni. Hér er hann í úrslitaleik með Real gegn Atletico í Meistaradeild Evrópu árið 2016. Leik sem Real vann í vítaspyrnukeppni. Getty Images Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. Ronaldo eyddi níu árum með Real Madrid sem eru erkifjendur Atletico Madrid til margra ára. Stuðningsmenn þess síðarnefnda eru ekki búnir að gleyma framkomu Ronaldo gegn Atletico. Á löngum ferli sínum hefur hann skorað 25 mörk í 35 leikjum gegn Atletico og tvisvar unnið liðið í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu með Real Madrid. Ronaldo skoraði svo þrennu í Meistaradeildinni gegn Atleticto árið 2019 þegar hann lék með Juventus. Ronaldo stráði salt í sár stuðningsmanna Atletico með því að fagna einu markinu með því að gera grín af fögnuði knattspyrnustjóra liðsins, Diego Simeone, í leiknum á undan. Stuðningsmenn Atletico hafa undanfarið verið að deila sínum skoðunum á Ronaldo undir myllumerkinu #ContraCR7 sem mætti þýða sem „andsnúnir CR7“ Einn stuðningsmaður skrifar að hann muni segja upp öllum sínum áskriftum hjá Atletico ef Ronaldo kemur á meðan annar skrifar að gildi þeirra þýði meira en mörkin sem Ronaldo gæti komið með. Aðrir setja hreinlega mynd af Ronaldo með bannmerki yfir. #ContraCR7 pic.twitter.com/owUFB2jfY7— Sgt. Oddball (@SgtOddball4) July 23, 2022 Það gæti því reynst þrautinni þyngri fyrir Ronaldo að finna sér nýtt félagslið en stuðningsmenn Atletico bætast við í hóp liða í Evrópu sem hafa keppst um að mótmæla áhuga á leikmanninum. Leikmaðurinn var fyrst orðaður við Chelsea sem sagðist ekki hafa áhuga á Ronaldo. Síðar var röðin kominn af PSG sem neitaði einnig áhuga. Bayern München hefur líka andmælt áhuga á Ronaldo á meðan leikmaðurinn hefur sjálfur neitað að endurkoma hans í Sporting Lisbon sé yfirvofandi. Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00 Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04 Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Ronaldo eyddi níu árum með Real Madrid sem eru erkifjendur Atletico Madrid til margra ára. Stuðningsmenn þess síðarnefnda eru ekki búnir að gleyma framkomu Ronaldo gegn Atletico. Á löngum ferli sínum hefur hann skorað 25 mörk í 35 leikjum gegn Atletico og tvisvar unnið liðið í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu með Real Madrid. Ronaldo skoraði svo þrennu í Meistaradeildinni gegn Atleticto árið 2019 þegar hann lék með Juventus. Ronaldo stráði salt í sár stuðningsmanna Atletico með því að fagna einu markinu með því að gera grín af fögnuði knattspyrnustjóra liðsins, Diego Simeone, í leiknum á undan. Stuðningsmenn Atletico hafa undanfarið verið að deila sínum skoðunum á Ronaldo undir myllumerkinu #ContraCR7 sem mætti þýða sem „andsnúnir CR7“ Einn stuðningsmaður skrifar að hann muni segja upp öllum sínum áskriftum hjá Atletico ef Ronaldo kemur á meðan annar skrifar að gildi þeirra þýði meira en mörkin sem Ronaldo gæti komið með. Aðrir setja hreinlega mynd af Ronaldo með bannmerki yfir. #ContraCR7 pic.twitter.com/owUFB2jfY7— Sgt. Oddball (@SgtOddball4) July 23, 2022 Það gæti því reynst þrautinni þyngri fyrir Ronaldo að finna sér nýtt félagslið en stuðningsmenn Atletico bætast við í hóp liða í Evrópu sem hafa keppst um að mótmæla áhuga á leikmanninum. Leikmaðurinn var fyrst orðaður við Chelsea sem sagðist ekki hafa áhuga á Ronaldo. Síðar var röðin kominn af PSG sem neitaði einnig áhuga. Bayern München hefur líka andmælt áhuga á Ronaldo á meðan leikmaðurinn hefur sjálfur neitað að endurkoma hans í Sporting Lisbon sé yfirvofandi.
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00 Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04 Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Sjá meira
Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00
Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04
Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00