Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. júlí 2022 19:09 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst hærri frá því í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að verðbólgan fari yfir tíu prósent í ágúst. Húsnæðisliðurinn og mikil hækkun á flugfaragjöldum keyra verðbólguna helst áfram þessi misserin auk þess sem útsöluáhrifin sem komu til lækkunar voru minni en búist var við. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Nú blasir meðal annars erfið staða við verkalýðshreyfingunni en Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nauðsynlegt að bæta kjör félagsmanna eftir óvissu síðustu ára. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kjarasamningana sem við erum að undirbúa og losna í haust. Mikið af þeim kjarabótum sem samið var um í lífskjarasamningnum, sem gekk út á það að fá ákveðinn stöðugleika í landinu og lækka hér vexti og fleira, það er náttúrulega allt farið út um gluggann,“ segir Flosi. Kjör félagsmanna hafi rýrnað mikið á þessu ári vegna ýmissa þátta á sama tíma og arðsemiskröfur fyrirtækja hafi aukist og greint hafi verið frá ofurlaunum ýmissa aðila. „Starfsgreinasambandið er tilbúið til að taka þátt í ýmis konar aðgerðum til að ná fram einhverju samkomulagi og sátt í samfélaginu, en það hjálpar okkur ekkert núna samhliða þessum miklu verðbólgutölum og þessum barlóm sem er í atvinnurekendum og opinberum aðilum,“ segir Flosi. Í grein sem framkvæmdastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins birtu á dögunum segir að taka þurfi tillit til aðstæðna í efnahagslífinu og horfast í augu við augljósa annmarka þegar kemur að kjaraviðræðum. Flosi segir það ekki koma til greina að félagsmenn beri byrðina einir og að lítið sé að marka yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins um þörf á þjóðarsátt. Úr grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, og Hannesar G. Sigurðssonar, hagfræðings. „Það er eins og oft áður þegar það er kallað eftir einhvers konar þjóðarsátt eða samstöðu, þá virðist það vera að það eigi að vera vinnandi fólk í landinu sem að beri þær byrðar og enginn annar,“ segir Flosi. Ljóst er því að langt sé milli aðila og að það verði erfitt að ná fram samningum í haust að öllu óbreyttu. „Það verður samið einhvern tímann en um hvað hann verður, hvert verður innihaldið, og hvað hann verður langur, það er bara tíminn sem getur leitt það í ljós,“ segir Flosi aðspurður um hvort hægt sé að ná saman. „En ég held að menn eiga allir að gera sér grein fyrir því, og þá sérstaklega okkar viðsemjendur, að þeir þurfi að stíga verulega skref til að ná þessu saman,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaramál Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39