Aguero um brottför Messi hjá Barca: Hélt að þetta væri grín Atli Arason skrifar 21. júlí 2022 07:00 Sergio Aguero og Lionel Messi léku saman með argentíska landsliðinu en náðu aldrei leik saman með félagsliði. Getty Images Sergio Aguero hélt að hann væri að fara að spila með besta vini sínum, Lionel Messi, þegar hann samdi við Barcelona síðasta sumar. Stuttu síðar yfirgaf Messi spænska liðið og Aguero trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá tilkynningu félagsins. Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira
Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira