Bannaður frá öllum leikvöllum í Englandi eftir nasistakveðju Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 23:16 Umrætt atvik átti sér stað á St. James' Park, heimavelli Newcastle. Stuðningsmaðurinn fær ekki að mæta þangað aftur í náinni framtíð. Getty Images Shay Asher, 24 ára gamall Englendingur og stuðningsmaður Newcastle, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann eftir rasíska kveðju að hætti nasista í leik Newcastle gegn Tottenham á St. James‘ Park, heimavelli Newcastle, þann 17. október 2021. Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli. Enski boltinn Bretland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira