Þrír eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 20:30 Ef Rishi Sunak nær kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins yrði það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Bretlands væri af indverskum ættum. Hann er sjálfur fæddur í Bretlandi en foreldrar hans fæddust og ólust upp í Punjab héraði á Indlandi. AP/Victoria Jones Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands leiðir áfram að lokinni fjórðu umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15