Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 22:04 Þorsteinn Halldórsson var skiljanlega svekktur í leikslok. Enn taplaus sem þjálfari á EM en á leið heim. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira