Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 22:04 Þorsteinn Halldórsson var skiljanlega svekktur í leikslok. Enn taplaus sem þjálfari á EM en á leið heim. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti