Fótbolti

Brynjólfur lagði upp mark í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brynjólfur Willumsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Brynjólfur Willumsson í leik með U21 árs landsliði Íslands. Getty

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í Noregi og í Danmörku í dag.

Í norsku úrvalsdeildinni var Íslendingaslagur þegar Viking Stavanger tók á móti Kristiansund.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking og Brynjólfur Andersen Willumsson hóf leik í fremstu víglínu Kristiansund.

Kristiansund komst yfir snemma í síðari hálfleik þegar Brynjólfur lagði upp mark fyrir Bendik Bye. 

Brynjólfi og félögum gengið afar illa á tímabilinu; sitja á botninum með eitt stig og þeim hélst ekki lengi á forystunni því Kevin Kabran jafnaði fyrir Viking nokkrum sekúndum eftir mark Kristiansund.

Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekk Viking eftir rúmlega klukkutíma leik og hjálpaði heimamönnum að innbyrða sigur því Viking skoraði mark úr vítaspyrnu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. 

Viking í 3.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Molde en Kristiansund áfram með aðeins eitt stig á botni deildarinnar.

Á sama tíma í Danmörku var Mikael Neville Anderson í byrjunarliði AGF sem laut í lægra haldi fyrir Bröndby, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×