„Fólk er að búast við því versta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2022 20:01 Rauð viðvörun er í gildi fyrir fjölmennt svæði í Bretlandi á morgun. Sara Rut Fannarsdóttir Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi. Þeir búi sig undir það versta. Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“ Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“
Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira