Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2022 08:03 Um 500 manns búa á Djúpavogi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. "Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
"Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira