Marseille semur við leikmann með nokkur mismunandi fæðingarár Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 22:00 Chancel Mbemba mun leika með Marseille á næstu leiktíð Marseille Chancel Mbemba, var í gær tilkynntur sem nýr leikmaður Marseille. Mbemba kom á frjálsri sölu frá Porto eftir að portúgalska liðið neitaði að endursemja við leikmanninn vegna ádeila um raunverulegan aldur hans. Mbemba er fæddur í Kongó en hjá fyrstu tveimur félagsliðum sínum í Kongó var fæðingarár hans skráð 1988. Mbemba skipti yfir til Anderlecht árið 2011 en þá var skráð fæðingarár hans 1994. Svo fara sögur af því að Mbemba hefur sjálfur sagt við vini sína að hann sé fæddur árið 1990. Vangaveltur um aldur Mbemba hafa verið á kreiki lengi. CNN greindi fyrst frá því árið 2013 að leikmaðurinn ætti fjóra mismunandi afmælisdaga sem varð til þess að FIFA skoðaði málið nánar. Í rannsókn FIFA kom í ljós aðili innan knattspyrnusambands Kongó skráði fæðingarár Mbemba árið 1991 svo hann gæti spilað á Ólympíuleikunum með Kongó árið 2012 Árið 2015 skipti leikmaðurinn yfir til Newcastle frá Anderlecht en þá voru gerðar rannsóknir á aldri leikmannsins sem þóttu staðfesta að Mbemba væri fæddur árið 1994. „Það er búið að rannsaka beinin í líkama mínum sem sanna hver aldur minn er. Núna vil ég bara fá að spila fótbolta. Það hefur verið mikið sagt um aldurinn minn en nú hef ég sýnt hver sannleikurinn er,“ sagði Mbemba við breska blaðið Mirror árið 2015. Mbemba spilaði með Newcastle í þrjú ár áður en hann var seldur til Porto fyrir tæpar 5 milljónir evra árið 2018. Leikmaðurinn var hjá Porto þangað til hann yfirgaf liðið í lok síðasta tímabils eftir að samningur hans rann út. Eftir að hann skrifaði undir samning hjá Marseille í gær fóru allar þessar sögur aftur af stað og franski rannsóknarblaðamaðurinn Romain Molina birti á Twitter af gömlu nafnspjaldi Mbemba þar sem kemur fram að leikmaðurinn er fæddur árið 1988. Patriote, énorme bosseur, il a réussi en venant à Anderlecht sans couverture sociale (il jouait en jeunes sans licence selon l'Union Belge), il a été renvoyé au pays, puis il est revenu. Personne misait un copeck, donc bravo. Mais derrière... T'as des esclavagistes modernes pic.twitter.com/poeOuV1pQH— Romain Molina (@Romain_Molina) July 15, 2022 Þrátt fyrir allt þetta er fæðingarár leikmannsins enn þá skráð 1994 á opinberum gögnum hjá FIFA og því vita í raun fáir hvert raunverulegt fæðingarár leikmannsins er. Flestir miðlar greina frá því að Marseille hafi gert samning við 27 ára gamlan leikmann. 📽 𝗠𝗮𝗿𝘀 𝗦𝘁𝘂𝗱𝗶𝗼𝘀 🎬 𝗘𝗽𝗶𝘀𝗼𝗱𝗲 𝗜𝗜𝗜 ✍️ « 𝗠𝗼𝗯𝗲𝘁𝗶 𝘆𝗮 𝘀𝗶𝗸𝗮 » 🇨🇩#BienvenueSurMars 𝗖𝗵𝗮𝗻𝗰𝗲𝗹 𝗠𝗯𝗲𝗺𝗯𝗮 👩🚀🪐pic.twitter.com/lJ8FoY2u3i— Olympique de Marseille 🇬🇧 🇺🇸 (@OM_English) July 15, 2022 Franski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjá meira
Mbemba er fæddur í Kongó en hjá fyrstu tveimur félagsliðum sínum í Kongó var fæðingarár hans skráð 1988. Mbemba skipti yfir til Anderlecht árið 2011 en þá var skráð fæðingarár hans 1994. Svo fara sögur af því að Mbemba hefur sjálfur sagt við vini sína að hann sé fæddur árið 1990. Vangaveltur um aldur Mbemba hafa verið á kreiki lengi. CNN greindi fyrst frá því árið 2013 að leikmaðurinn ætti fjóra mismunandi afmælisdaga sem varð til þess að FIFA skoðaði málið nánar. Í rannsókn FIFA kom í ljós aðili innan knattspyrnusambands Kongó skráði fæðingarár Mbemba árið 1991 svo hann gæti spilað á Ólympíuleikunum með Kongó árið 2012 Árið 2015 skipti leikmaðurinn yfir til Newcastle frá Anderlecht en þá voru gerðar rannsóknir á aldri leikmannsins sem þóttu staðfesta að Mbemba væri fæddur árið 1994. „Það er búið að rannsaka beinin í líkama mínum sem sanna hver aldur minn er. Núna vil ég bara fá að spila fótbolta. Það hefur verið mikið sagt um aldurinn minn en nú hef ég sýnt hver sannleikurinn er,“ sagði Mbemba við breska blaðið Mirror árið 2015. Mbemba spilaði með Newcastle í þrjú ár áður en hann var seldur til Porto fyrir tæpar 5 milljónir evra árið 2018. Leikmaðurinn var hjá Porto þangað til hann yfirgaf liðið í lok síðasta tímabils eftir að samningur hans rann út. Eftir að hann skrifaði undir samning hjá Marseille í gær fóru allar þessar sögur aftur af stað og franski rannsóknarblaðamaðurinn Romain Molina birti á Twitter af gömlu nafnspjaldi Mbemba þar sem kemur fram að leikmaðurinn er fæddur árið 1988. Patriote, énorme bosseur, il a réussi en venant à Anderlecht sans couverture sociale (il jouait en jeunes sans licence selon l'Union Belge), il a été renvoyé au pays, puis il est revenu. Personne misait un copeck, donc bravo. Mais derrière... T'as des esclavagistes modernes pic.twitter.com/poeOuV1pQH— Romain Molina (@Romain_Molina) July 15, 2022 Þrátt fyrir allt þetta er fæðingarár leikmannsins enn þá skráð 1994 á opinberum gögnum hjá FIFA og því vita í raun fáir hvert raunverulegt fæðingarár leikmannsins er. Flestir miðlar greina frá því að Marseille hafi gert samning við 27 ára gamlan leikmann. 📽 𝗠𝗮𝗿𝘀 𝗦𝘁𝘂𝗱𝗶𝗼𝘀 🎬 𝗘𝗽𝗶𝘀𝗼𝗱𝗲 𝗜𝗜𝗜 ✍️ « 𝗠𝗼𝗯𝗲𝘁𝗶 𝘆𝗮 𝘀𝗶𝗸𝗮 » 🇨🇩#BienvenueSurMars 𝗖𝗵𝗮𝗻𝗰𝗲𝗹 𝗠𝗯𝗲𝗺𝗯𝗮 👩🚀🪐pic.twitter.com/lJ8FoY2u3i— Olympique de Marseille 🇬🇧 🇺🇸 (@OM_English) July 15, 2022
Franski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjá meira