Myndband: Einvígi olíulausra V8 véla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2022 07:02 Skjáskot úr myndbandi CarWow. Hvað gerist þegar olían er tekin af vélum tveggja bíla sem eru yfir tuttugu ára gamlir og átta strokka? Hvort endist BMW vélin lengur eða Lexus vélin, eins og myndbandið setur einvígið upp, Þýskaland gegn Japan. Annar bíllinn endist talsvert lengur en hinn. Myndbandið er birt á YouTube rásinni CarWow. Bílarnir eru annars vegar Lexus LS 430, árgerð 2000 með 4,3 lítra átta strokka mótor sem var 280 hestöfl þegar hann var nýr. Og hins vegar BMW 735i, árgerð 2001, 3,6 lítra átta strokka mótor og var sá bíll um 270 hestöfl út úr kassanum. Auðvitað eru ótal önnur atriði en gæði smíðarinnar á vélunum sem stýra endingunni eftir að smurolían er tekin út. Viðhaldssagan er til að mynda óþekkt og annað um líf þeirra er óvitað. Lexus-inn er ekin 163.965 mílur eða tæplega 264 þúsund kílómetra. Annar bíllinn endist talsvert lengur en hinn og keyrir um í um 7 mínútur og 34 sekúndur. Á meðan hinn hættir að virka eftir 1 mínútu og 20 sekúndur. Skilaboðin eru ljós, að ef þér þykir vænt um brunahreyfils bílinn þinn, þá skaltu taka olíuljósið alvarlega og allur missir olíuþrýstings er ástæða til að stöðva bifreiðina. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Myndbandið er birt á YouTube rásinni CarWow. Bílarnir eru annars vegar Lexus LS 430, árgerð 2000 með 4,3 lítra átta strokka mótor sem var 280 hestöfl þegar hann var nýr. Og hins vegar BMW 735i, árgerð 2001, 3,6 lítra átta strokka mótor og var sá bíll um 270 hestöfl út úr kassanum. Auðvitað eru ótal önnur atriði en gæði smíðarinnar á vélunum sem stýra endingunni eftir að smurolían er tekin út. Viðhaldssagan er til að mynda óþekkt og annað um líf þeirra er óvitað. Lexus-inn er ekin 163.965 mílur eða tæplega 264 þúsund kílómetra. Annar bíllinn endist talsvert lengur en hinn og keyrir um í um 7 mínútur og 34 sekúndur. Á meðan hinn hættir að virka eftir 1 mínútu og 20 sekúndur. Skilaboðin eru ljós, að ef þér þykir vænt um brunahreyfils bílinn þinn, þá skaltu taka olíuljósið alvarlega og allur missir olíuþrýstings er ástæða til að stöðva bifreiðina.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent