Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 19:18 EM Englandi í knattspyrnu kvenna, leikur gegn Ítalíu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin. „Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07
Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06
Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50