Innlent

Segja sóða á Sel­tjarnar­nesi ná­lægt því að slá vafa­samt met

Bjarki Sigurðsson skrifar
Starfsmenn Umhverfisstofnunar að störfum við að tína rusl.
Starfsmenn Umhverfisstofnunar að störfum við að tína rusl. Umhverfisstofnun

Starfsmenn Umhverfisstofnunar fundu alls 934 blautklúta í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi þegar þeir tíndu rusl þar í byrjun vikunnar. Þetta er næst mesti fjöldi klúta sem hafa fundist í einni ferð síðan vöktun hófst.

Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að í júlí árið 2019 hafi 977 klútar fundist í einni fjöruferðinni og Seltirningar því ansi nálægt því að slá vafasamt met.

„Því viljum við ítreka að klósettið er EKKI ruslafata og að í það á einungis að fara piss, kúkur og klósettpappír,“ segir í tilkynningunni.

Vöktunin í Bakkavík felur í sér að tína rusl á hundrað metra kafla fjórum sinnum á ári. Það eru þó ekki einungis blautklútar sem skolast með skólpi í sjóinn en einnig finna starfsmenn stofnunarinnar þar eyrnapinna, dömubindi og fleira.

Alls konar rusl getur læðst með í klósettferðum fólks.Umhverfisstofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×