Cameron Young leiðir en Tiger Woods fer hræðilega af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2022 15:53 Cameron Young hefur farið manna best af stað á The Open. Andrew Redington/Getty Images Opna breska meistaramótið í golfi, The Open, hófst í morgun og nú hafa allir kylfingar hafið leik. Cameron Young leiðir á átta höggum undir pari St. Andrews-vallarins eftir sinn fyrsta hring, en Tiger Woods hefur farið hörmulega af stað og er á fjórum höggum yfir pari eftir jafn margar holur. Þegar þetta er ritað hefur um helmingur kylfinga lokið leik á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. Cameron Young hefur leikið manna best eins og áður segir og er tveimur höggum á undan Íranum Rory McIlroy sem situr í öðru sæti. Cameron Young's -8 today is the lowest opening score in a player's first Open Championship round since 1934. pic.twitter.com/lIWsBrLaFU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 14, 2022 Þá hefur áhugamaðurinn Barclay Brown komið skemmtilega á óvart, en hann situr ásamt sex öðrum kylfingum í fjórða sæti á fjórum höggum undir pari. Paul Casey og Scottie Scheffler hafa einnig leikið á fjórum höggum undir pari, en eru þó aðein rétt rúmlega hálfnaðir með hringinn. Þá vekur athygli að Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, hefur átt sannkallaða martraðarbyrjun. Woods fékk tvöfaldan skolla á fyrstu braut, par á annarri og svo skolla á þriðju og fjórðu. Þessi fimmtánfaldi risameistari er því á fjórum höggum yfir pari eftir fjórar holur. It's not been the start Tiger Woods would have hoped for on day one.Listen to live radio commentary of #TheOpen on @BBCSounds 📲🏌️♂️#BBCGolf #TheOpen— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 14, 2022 Að lokum má einnig nefna að Ian Poulter situr sem stendur í tíunda sæti listans á þremur höggum undir pari. Poulter fékk óblíðar móttökur þegar hann mætti til leiks í morgun, enda ekki vinsæll eftir að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Poulter svaraði því þó með stæl þegar hann setti niður tæplega fimmtíu metra pútt fyrir erni á níundu holu og þakkaði vel fyrir sig. Over 160ft😳#The150thOpen pic.twitter.com/ZakuMSVB09— The Open (@TheOpen) July 14, 2022 Golf Opna breska Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þegar þetta er ritað hefur um helmingur kylfinga lokið leik á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. Cameron Young hefur leikið manna best eins og áður segir og er tveimur höggum á undan Íranum Rory McIlroy sem situr í öðru sæti. Cameron Young's -8 today is the lowest opening score in a player's first Open Championship round since 1934. pic.twitter.com/lIWsBrLaFU— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 14, 2022 Þá hefur áhugamaðurinn Barclay Brown komið skemmtilega á óvart, en hann situr ásamt sex öðrum kylfingum í fjórða sæti á fjórum höggum undir pari. Paul Casey og Scottie Scheffler hafa einnig leikið á fjórum höggum undir pari, en eru þó aðein rétt rúmlega hálfnaðir með hringinn. Þá vekur athygli að Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, hefur átt sannkallaða martraðarbyrjun. Woods fékk tvöfaldan skolla á fyrstu braut, par á annarri og svo skolla á þriðju og fjórðu. Þessi fimmtánfaldi risameistari er því á fjórum höggum yfir pari eftir fjórar holur. It's not been the start Tiger Woods would have hoped for on day one.Listen to live radio commentary of #TheOpen on @BBCSounds 📲🏌️♂️#BBCGolf #TheOpen— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 14, 2022 Að lokum má einnig nefna að Ian Poulter situr sem stendur í tíunda sæti listans á þremur höggum undir pari. Poulter fékk óblíðar móttökur þegar hann mætti til leiks í morgun, enda ekki vinsæll eftir að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Poulter svaraði því þó með stæl þegar hann setti niður tæplega fimmtíu metra pútt fyrir erni á níundu holu og þakkaði vel fyrir sig. Over 160ft😳#The150thOpen pic.twitter.com/ZakuMSVB09— The Open (@TheOpen) July 14, 2022
Golf Opna breska Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira