Ægir Þór lék með Acunsa Gipukoza á síðasta ári í sömu deild sem er næst efsta deild í spænska körfuboltanum. Ægir mun því mæta sínum fyrrum liðsfélögum á næsta tímabili. Alicante endaði í 12. sæti af 18 liðum í LEB Oro á síðasta leiktímabili.
Mörg íslensk lið vildu óð fá Ægi til liðs við sig fyrir komandi átök í Subway-deildinni en það var þó alltaf í forgangi hjá leikmanninum að skoða möguleikana erlendis fyrst. Íslenskir körfubolta unnendur þurfa því að bíða lengur eftir að sjá þennan fjölhæfa leikmann leika listir sínar hérna heima.