Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 17:01 Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst. Adam Davy/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31