Innlent

Skjálftahrina norðaustur af Reykjanestá

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá.
Skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Um þrjátíu jarðskjálfta skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá.

Klukkan rúmlega níu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 3,3 að stærð norðaustur af Reykjanestá og annar skjálfti sem mældist 3,4 varð um klukkan hálf níu. Sá seinni fannst í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Rúv að þessi hrina sé ekkert nýtt en vel sé fylgst með svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×