Mo Farah var seldur í mansal sem barn Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júlí 2022 23:52 Mo Farah er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi. Getty/Nathan Stirk Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin. Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum. Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum.
Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30