Talið er að næsti styrktaraðili deildarinnar verði japanski bílaframleiðandinn Mazda og gæti deildin því borið nafnið Liga Mazda frá og með næsta ári.
Með því samkomulagi þykir líklegt að einhverjir spænskir leikir, hvort sem það verður í deildinni sjálfri eða í bikarkeppninni Copa del Rey, fari fram í Asíu samhliða samkomulaginu. Ekkert svo ólíkt úrslitaleik spænska ofurbikarsins sem fór fram í Sádi-Arabíu árið 2020.