Johnson segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 11:45 Johnson sagði af sér í síðustu viku eftir röð hneykslismála og fjölda vantraustsyflrýsinga af hálfu samflokksmanna sinna. epa/Tolga Akmen „Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra. Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum. Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi. Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá. Bretland Tengdar fréttir Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12 Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra. Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum. Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi. Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá.
Bretland Tengdar fréttir Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12 Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12
Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39
Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15
„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33