Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 19:08 Þorsteinn gefur skipanir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
„Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira