Fótbolti

Tasmaníu djöfullinn spilar með íslenska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sést hér á göngu fyrir æfingu ásamt þeim Glódísi Perlu Viggósdóttur, Ómari Smárasyni og Sif Atladóttur.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sést hér á göngu fyrir æfingu ásamt þeim Glódísi Perlu Viggósdóttur, Ómari Smárasyni og Sif Atladóttur. Vísir/Vilhelm

Hluti af því að fara á stórmót eins og Evrópumótið í Englandi er að fara í viðtöl og myndatökur. Það eru ekki bara fjölmiðlar sem vilja slíkt heldur líka heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu.

UEFA hefur nú sett inn á Twitter vef sinn svör íslenskra leikmanna við nokkrum spurningum þeirra en rætt var við Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Hallbera lýst því þar yfir að Tasmaníu djöfullinn spili með íslenska landsliðinu en þar á hún við hin harðduglegu og hörðu Gunnhildi Yrsu.

Hallbera henti í eitt víkingaklapp, Berglind talaði um Vestmannaeyjar og Gunnhildur Yrsa un klippingu móður sinnar.

Það má sjá þessa samantekt hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×