Fótbolti

EM í dag: Spurningakeppni og fyrirliðabandið

Atli Arason skrifar
Það var mjög gaman hjá þeim Berglindi og Hallberu í viðtalinu við Svövu.
Það var mjög gaman hjá þeim Berglindi og Hallberu í viðtalinu við Svövu. Vísir/Vilhelm

Svava Kristín Grétarsdóttir heldur áfram að fylgja á eftir íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Í þætti dagsins keppa Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir í spurningakeppni fyrir framan kastalann sem liðið gistir í.

„Þetta er ákveðin draumur fyrir mig. Ég hef lengi þóst vera aðalborin,“ grínaðist Hallbera aðspurð af því hvernig væri að gista í þessu stórhýsi.

Svava spjallaði einnig við Gunnhildi Yrsu um fyrirliðabandið sem hún hefur borið síðastliðið ár, í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur.

„Sara hefur verið fyrirliði liðsins frá því að ég man eftir mér. Við vissum það alveg þegar hún kæmi til baka þá myndi hún taka fyrirliðabandið. Hún er frábær leiðtogi og hefur gert þetta vel,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Hægt er að sjá viðtölin ásamt spurningakeppni Berglindar og Hallberu í spilaranum hér að neðan.

Klippa: EM í dag - 2. þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×