Innlent

Bílastæðið muni fyllast í júlí

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikil eftirspurn er eftir stæðum.
Mikil eftirspurn er eftir stæðum. Vísir/Vilhelm

Líkur eru á því að bílastæðið við Keflavíkurflugvöll muni fyllast í júlí. Í tilkynningu frá Isavia eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði með góðum fyrirvara og kanna notkun annarra samgöngumáta.

Gera má ráð fyrir því að langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll fyllist á næstu dögum og erfitt verði að fá bílastæði við flugvöllinn við brottför í júlímánuði nema að þau séu bókuð á netinu með fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði við flugvöllinn með góðum fyrirvara fyrir brottför til að tryggja sér stæði.

„Komi til þess að bílastæði verði fullnýtt eru farþegar, sem ekki eru með bókuð stæði, hvattir til að kanna notkun annarra samgöngumáta til að komast til og frá flugvellinum,“ segir í tilkynningu.

Nánari upplýsingar um samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli má finna hér.


Tengdar fréttir

Höfðu ekki hug­mynd um Strætó á Kefla­víkur­flug­velli

Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×