Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2022 12:00 Regnhlíf mun að öllum líkindum koma að góðum notum sunnan- og vestanlands um helgina. Útlit er fyrir að landsmenn í norðausturfjórðungnum muni aftur á móti ekki hafa nein not fyrir regnhlíf því þar eru bjartir kaflar í kortunum og hlýindi. Vísir/vilhelm Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla. Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni. Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni.
Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16
Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00
Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32