Beyoncé er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og á að baki sér einhver vinsælustu lög okkar tíma. Má þar nefna Crazy in love, Single Ladies, Love on Top, Halo og fleiri til. Í nýja laginu fer hún nýjar leiðir og leikur sér aðeins með hljóðheim tíunda áratugarins.
Klara Elias trónir enn á toppi íslenska listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Klara er í miklum Þjóðhátíðargír en hún frumflutti órafmagnaða útgáfu af laginu Lífið er yndislegt ásamt Hreimi á Vísi nú á dögunum.
Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór fylgja fast á eftir Klöru með lagið Dansa og söngvarinn Gummi Tóta situr í þriðja sæti með lagið Íslenska sumarið.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM957.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: