Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júlí 2022 12:45 Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hyggðist starfa áfram sem forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi tekur við. AP/Frank Augstein Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. „Það er greinilega vilji meðal þingmanna Íhaldsflokksins að það eigi að taka við nýr leiðtogi og þar með nýr forsætisráðherra,“ sagði Johnson fyrir utan Downingstræti tíu í dag. „Ég veit að það verða margir sem verða fegnir, og mögulega nokkur fjöldi sem verður fyrir vonbrigðum. Ég vil að þið vitið hversu sorgmæddur ég er að kveðja besta starf í heimi.“ Hann sagðist harma það að geta ekki fylgt eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í stórum málum á borð við viðbrögð við stríðinu í Úkraínu en óskaði nýjum leiðtoga góðs gengis. Að sögn Johnsons hefst ferlið við val á nýjum leiðtoga strax en sjálfur mun hann sitja áfram sem forsætisráðherra, að öllum líkindum fram á haust. „Ég veit að jafnvel þó að hlutirnir virðast kannski myrkir núna, þá er framtíð okkar saman gulls ígildi,“ sagði Johnson. Í heildina hafa 59 ráðherrar og embættismenn sagt af sér frá því á þriðjudagskvöld. Þar af eru fimm hátt settir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar, fjármála-, heilbrigðis- og menntamálaráðherrar og ráðherrar Norður Írlands og Wales. Þá rak Johnson húsnæðismálaráðherra sinn. Johnson hefur nú skipað í öll þau embætti en 25 lægra settir ráðherrar hafa sömuleiðis sagt af sér og er gert ráð fyrir að nýir ráðherrar verði skipaðir í þeirra stað í dag. Aðrir sem hafa sagt af sér voru aðstoðarráðherrar og aðrir embættismenn, þar á meðal varaformaður Íhaldsflokksins. Munu fara fram á vantraust losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að Johnson þyrfti að hverfa frá án tafar og vísaði til fjölda hneykslismála Johnsons, ekki aðeins skipun Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni, sem leiddi til fjöldaflótta úr flokknum fyrr í vikunni. „Hann þarf að fara alveg, ekki þetta rugl um að tóra í nokkra mánuði. Hann hefur lagt lygar, svik og ringulreið á þetta land,“ sagði Starmer og bætti við að nú væri nóg komið, Johnson væri greinilega óhæfur til að gegna embættinu. „Ef [Íhaldsflokkurinn] losar sig ekki við hann, þá munum við fara fram á atkvæðagreiðslu um vantraust, í þágu þjóðarinnar.“ Þingmenn verkamannaflokksins sóttu sömuleiðis hart að Michael Ellis, undirráðherra í forsætisráðuneytinu, í fyrirspurnartíma i morgun og lýstu yfir áhyggjum að ríkisstjórnin væri ekki starfhæf í núverandi mynd. Ellis fullyrti að svo væri. „Við verðum að halda áfram að þjóna landinu okkar, kjósendum okkar og almenningi, fyrst og fremst. Það er skylda okkar núna að sjá til þess að fólkið í þessu landi hafi starfhæfa ríkisstjórn. Það gildir nú sem aldrei fyrr,“ sagði Ellis. Bretland Tengdar fréttir Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7. júlí 2022 08:19 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
„Það er greinilega vilji meðal þingmanna Íhaldsflokksins að það eigi að taka við nýr leiðtogi og þar með nýr forsætisráðherra,“ sagði Johnson fyrir utan Downingstræti tíu í dag. „Ég veit að það verða margir sem verða fegnir, og mögulega nokkur fjöldi sem verður fyrir vonbrigðum. Ég vil að þið vitið hversu sorgmæddur ég er að kveðja besta starf í heimi.“ Hann sagðist harma það að geta ekki fylgt eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í stórum málum á borð við viðbrögð við stríðinu í Úkraínu en óskaði nýjum leiðtoga góðs gengis. Að sögn Johnsons hefst ferlið við val á nýjum leiðtoga strax en sjálfur mun hann sitja áfram sem forsætisráðherra, að öllum líkindum fram á haust. „Ég veit að jafnvel þó að hlutirnir virðast kannski myrkir núna, þá er framtíð okkar saman gulls ígildi,“ sagði Johnson. Í heildina hafa 59 ráðherrar og embættismenn sagt af sér frá því á þriðjudagskvöld. Þar af eru fimm hátt settir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar, fjármála-, heilbrigðis- og menntamálaráðherrar og ráðherrar Norður Írlands og Wales. Þá rak Johnson húsnæðismálaráðherra sinn. Johnson hefur nú skipað í öll þau embætti en 25 lægra settir ráðherrar hafa sömuleiðis sagt af sér og er gert ráð fyrir að nýir ráðherrar verði skipaðir í þeirra stað í dag. Aðrir sem hafa sagt af sér voru aðstoðarráðherrar og aðrir embættismenn, þar á meðal varaformaður Íhaldsflokksins. Munu fara fram á vantraust losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að Johnson þyrfti að hverfa frá án tafar og vísaði til fjölda hneykslismála Johnsons, ekki aðeins skipun Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni, sem leiddi til fjöldaflótta úr flokknum fyrr í vikunni. „Hann þarf að fara alveg, ekki þetta rugl um að tóra í nokkra mánuði. Hann hefur lagt lygar, svik og ringulreið á þetta land,“ sagði Starmer og bætti við að nú væri nóg komið, Johnson væri greinilega óhæfur til að gegna embættinu. „Ef [Íhaldsflokkurinn] losar sig ekki við hann, þá munum við fara fram á atkvæðagreiðslu um vantraust, í þágu þjóðarinnar.“ Þingmenn verkamannaflokksins sóttu sömuleiðis hart að Michael Ellis, undirráðherra í forsætisráðuneytinu, í fyrirspurnartíma i morgun og lýstu yfir áhyggjum að ríkisstjórnin væri ekki starfhæf í núverandi mynd. Ellis fullyrti að svo væri. „Við verðum að halda áfram að þjóna landinu okkar, kjósendum okkar og almenningi, fyrst og fremst. Það er skylda okkar núna að sjá til þess að fólkið í þessu landi hafi starfhæfa ríkisstjórn. Það gildir nú sem aldrei fyrr,“ sagði Ellis.
Bretland Tengdar fréttir Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7. júlí 2022 08:19 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7. júlí 2022 08:19
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. 6. júlí 2022 21:23
Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22